5. leikur ársins í Laugardalslaug – 25. mars

Mánudaginn 25. mars fer fram fimmti leikur ársins milli Ægis og SH. Leikurinn fer fram í Laugardalslaug.

Upphitun hefst kl 20:30 og leikur um kl 21

[important]Leikur hefst kl 21 – frítt inn fyrir áhorfendur[/important]

 

 

ÍMSK 2012 – 16.12.2012

Þann 16. desember næstkomandi ætlar Sundfélag Hafnarfjarðar að halda íslandsmeistaramót í sundknattleik. Lið SH og Ægis munu þar mætast í úrslitaleik um titilinn. Það sem gerir þetta mót mögulega skemmtilegra er sú staðreynd að hver sem er getur sent inn lið inn á mótið.

Skilyrðin sem þau að í hverju liði þurfa að vera lágmark 7 leikmenn (hámark 13) og þurfa áhugasamir að senda inn skráningarblað fyrir 9. desember kl 23.

Keppt verður á 25m x 20m velli en leiktími mun svolítið ráðast af því hversu mörg lið skrái sig til leiks.

Mladen Tepavcevic, þjálfari og leikmaður SH tekur við skráningum á netfangið [email protected]

Einnig er hægt að senda honum fyrirspurnir um allt sem tengist mótinu, æfingum og öðru tengt sundknattleik.

#2 Water Polo – Boltafærni

Annar hluti fjallar um botlafærni og æfingarnar eru hnitmiðaðar að þeim hluta. Til að ná góðum tökum á sundknattleik þá er gott að vera flinkur með boltann. Þó sundþrekið sé kannski ekki mikið þá má vinna mikið upp með góðri boltafærni.

Drill 2.1: Bounce Ball and Drill 2.2: Two Man, Two Ball Feed
Drill 2.3: Hot Potato and Drill 2.4: Press and Push
Drill 2.5: Ball Stealing and 2.6: Front to Back
Drill 2.7: Triangle and Introduction to Passing&Receiving Drills

#1 Water Polo – Þrekæfingar í vatni

Þar sem sundknattleikur er frekar ung íþrótt á Íslandi þá er ekki mikil reynsla í þjálfun. Við erum þó heppin með þá þjálfara sem við höfum en þeir Mladen Tepavcevic og Glenn Moyle koma báðir frá löndum þar sem sundknattleikur er vinsæl íþrótt. Það vantar þó stað á íslenkri síðu til að halda utan um fróleik tengdum sundknattleik.

Einn helstu upplýsingabrunnur sem til er um sundknattleik er waterpoloplanet.com. Þar eru greinar sem ég ætla að linka hérna inn til að auðvelda aðgengi.

Bill AntillaÞetta er fyrsta færslan með æfingum sem eru sérsniðnar fyrir sundknattleik. Allar æfingar hér að neðan eru úr safni Bill Anttila yfir uppáhalds æfingar.

 

 

Drill 1.1: Shoulder Wrestle and Drill 1.2: Double Bobbing
Drill 1.3: Cross Tank In and Drill 1.4: Out and Vertical Pool Lifts
Drill 1.5: Sculling with Arms and Drill 1.6: Partner Tow
Drill 1.7: Wall Push Offs and Drill 1.8:Partner Kicking
Drill 1.9: Egg-Beater and Drill 1.10: Treading Variations
Drill 1.11 Piggy Back and Drill 1.12: Survival
Drill 1.13 Pass the Brick and Drill 1.14: Six Forward and Three Back
Drill 1.15: Follow the Ball and Drill 1.16: Half Tank Wind Sprints
Drill 1.17: Quick Start and Retun and Drill 1.18: Water Polo Relays
Drill 1.19: Turn and Go and Introduction to Ball Handling Drills

 

Fleiri æfingar eru væntanlegar.

 

Open Nordis Championship for Club Teams 19-21. Október 2012

Sunknattleiksliðunum SH og Ægi hefur nú formlega verið boðin þátttaka á opna Norðurlandameistaramóti félagsliða í Sundknattleik sem fram fer í Stokkhólmi dagana 19.-21. Október.

Mótið verður haldið í hinni stórglæsilegu sundíþróttahöll Eriksdalsbadet sem hýsir ár-lega FINA World Cup og dýfingarmót svo dæmi séu tekin.

Nú er bara að sjá hvort liðin taki sig til og sendi sameignlegt lið til leiks eða nái að styrkja sig nóg til að senda bæði liðin til leiks.

Það verður spennandi að sjá í haust hvernig liðunum gengur en á þessu móti verður væntlega hægt að sjá í fyrsta skiptið hvernig sundknattleikur á Íslandi stendur gagnvart nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Sundknattleikur.is mun fylgjast með gangi mála og flytja ykkur fréttir tengdum mótinu og aðdraganda þess.

Load more