Ægir sigrar öðru sinni á árinu

Ægir náði í gær að krækja í sinn annan sigurleik á árinu með sigri í leik sem má segja að hafi verið sannkallaður baráttuleikur. Einungis 6 mörk voru skoruð í öllum leiknum.

SH mætti í Laugardalinn, á heimavöll Ægis í gærkvöld með fámennan hóp sökum veikinda leikmanna sinna og höfðu enga varamenn með sér. Ægiringar hafa hinsvegar staðið sig vel í að þjappa saman hópnum sínum í vetur og voru með vel skipað lið leikmanna og varamanna.

Leikurinn byrjaði með látum í 1 leikhluta þar sem Ægir náði boltanum í fyrstu sókninni og keyrði upp leikinn. Leikmenn SH mættu þeim með þéttri vörn sem virtist virka vel framan af því þeir náðu að koma knettinum í netið hjá Ægi og héldu hreinu hjá sér langt inn í 2. leikhluta.

Lítið fór fyrir skyndisóknum sem SH hefur verið þekkt fyrir. Líklega voru þeir að spara orkuna enda ekki með neina varamenn til að skipta inn á fyrir þreytta leikmenn í lauginni.

Mikið var um pústra og smábrot þar sem bæði liðin börðust til sigurs. Greinilega lögðu SH-ingar upp úr öflugum varnarleik í stað hraðasókna og mættu þeir mótherjanum framarlega á vellinum. Þetta útspil átti þó til með að koma í bakið á þeim þegar Ægir náði leikmönnum í gegn og skoruðu dýrmæt mörk.

Þó leikmenn SH hafi nokkrum sinnum fengið góð tækifæri til að skora þá var gæfan ekki með þeim og klúðruðu þeir mörgum flottum færum. Þegar þeir voru manni fleiri virtust þeir þreyttir og skorta einbeitingu til að nýta tímann vel og skutu á markið úr miður góðum stöðum.

Að lokum fór svo að Ægir sigraði leikinn með 4 mörkum gegn 2 og tryggði sér þar með sinn annan sigurleik á árinu.

SH vann

G6_130408_27Sundfélag Hafnarfjarðar fór með sigur af hólmi í þriðja leiknum í röð þegar það fékk Ægi í heimsókn í Ásvallalaug á mánudag (08.04).

Mikil harka var í leiknum sem stóð í járnum í fyrstu tveimur leikhlutum en SH leiddi í hálfleik með 4 mörkum gegn 2.

Í 3. og 4. leikhluta virtist hins vegar ekkert ganga upp hjá Ægi sem átti nokkrar slæmar sendingar sem enduðu í höndunum á leikmönnum SH og svöruðu þeir með hraðasóknum og mörkum.

Brottvísanir voru tíðar hjá báðum liðum en þó nokkru fleiri hjá Ægi. Að lokum fór svo að SH raðaði inn mörkum í seinni hálfleik og endaði leikurinn 12-4 SH í vil.

 

Myndir af leiknum

[nggallery id=2]

Leikur dagsins

leikur_i_dag-2Í kvöld fer fram 6. leikur ársins milli liðanna tveggja. Upphitun hefst kl 19:45 og leikurinn sjálfur verður flautaður á kl 20:10.

Seinasti leikur liðanna var mjög jafn og endaði með eins marks sigri SH en nú er bara að bíða og sjá hversu vel undirbúin liðin koma eftir páskafríið.

Frítt er inn á leikinn sem fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði en góð áhorfendaaðstaða þar veitir gott útsýni yfir leikvöllinn.

 

Staðan eftir leiki ársins

[standings league_id=2 template=extend logo=false]

 

Gírað upp í næsta leik

SH á æfinguNú styttist í næsta leik liðanna og fer hann fram að þessu sinni á heimavelli SH í Ásvallalaug. Lokanir lauganna yfir páskana hefur skert æfingatímann hjá liðunum þannig að spurning hvort þau verði jafn spræk og áður.

Að þessu sinni ætlar Sundknattleikur.is að vera á staðnum og taka myndir af leiknum sem koma svo hér á vefinn að leik loknum ásamt lýsingu á leiknum.

Leikurinn hefst upp úr kl 20 í Ásvallalaug og er frítt inn fyrir áhorfendur líkt og áður.

 

Til að hita upp þá skellum við hér inn leik frá í fyrra sem er að finna á Youtube rásinni okkar

SH vann

Laugin preppuð fyrir leik

Laugin preppuð fyrir leik

Sundknattleikslið SH sótti lið Ægis heim á mánudagskvöld þar sem þau áttust við í 5. sinn á þessu ári. Eftir að hafa komið miklu sprækari úr jólafríinu og gjörsigrað Ægi í fyrsta leik ársins í janúar, hafa piltarnir í SH þurft að upplifa fyrsta jafnteflið á þessari leiktíð og einnig sinn fyrsta tapleik í um 2 ár.

Breyttar áherslur og einbeittur varnarleikur í sein ustu tveimur leikjum skilaði liðinu þó sigrum á ný en nú á mánudag endaði leikurinn með eins marks sigri, 9-8. Þó SH hafi skorað fyrstu 2 mörkin í leiknum og leitt til leiksloka var leikurinn jafn og spennandi allan tímann og þurfti SH að hafa fyrir sigrinum.

Næsti leikur liðanna verður í Ásvallalaug þann 8. apríl kl 19.

Load more