Category: Annað

Úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn eftir tæpa viku

Næstkomandi mánudag hefst úrslitarimma liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. Seinustu 2 árin hafa SH-ingar varið titilinn frækilega en nú er staðan svo að aldrei áður hafa liðin verið eins jöfn að vígi og leikir ársins sýndu okkur. Það er því engan veginn hægt að segja með vissu hvar bikarinn endar og spennandi leikir framundan.

Continue reading

Seinasti leikur deildarinnar og úrslitakeppnin handan við hornið

Nú í kvöld lauk 9. og seinasta leik deildarinnar á þessu tímabili. Ægir heimsótti hafnfirðingana í SH í hörkuspennandi leik í Ásvallalaug. Innherjamaður hjá SH gaf það upp við fréttamann Sundknattleikur.is að leikmenn liðsins hefðu verið teknir í naflaskoðun eftir tvo tapleiki í röð. Litlu munaði að Ægi vantaði leikmann upp á til að hafa …

Continue reading

Ægir heldur sigurgöngu sinni áfram

SH mætti aftur í heimsókn í Laugardalslaugina mánudagskvöldið 6. Maí staðráðnir í að landa sigri. Liðin voru nokkuð jafnt skipuð að þessu sinni og byrjaði leikurinn af krafi en SH-ingar voru fyrstir til að skora. Það breyttist þó fljótt og settu leikmenn Ægis boltann í nokkrum sinnum í netið en fyrir hálfleik náði lið SH …

Continue reading

Ægir sigrar öðru sinni á árinu

Ægir náði í gær að krækja í sinn annan sigurleik á árinu með sigri í leik sem má segja að hafi verið sannkallaður baráttuleikur. Einungis 6 mörk voru skoruð í öllum leiknum. SH mætti í Laugardalinn, á heimavöll Ægis í gærkvöld með fámennan hóp sökum veikinda leikmanna sinna og höfðu enga varamenn með sér. Ægiringar …

Continue reading

SH vann

Sundknattleikslið SH sótti lið Ægis heim á mánudagskvöld þar sem þau áttust við í 5. sinn á þessu ári. Eftir að hafa komið miklu sprækari úr jólafríinu og gjörsigrað Ægi í fyrsta leik ársins í janúar, hafa piltarnir í SH þurft að upplifa fyrsta jafnteflið á þessari leiktíð og einnig sinn fyrsta tapleik í um …

Continue reading

Load more