Sundknattleiksmót fyrir 14 ára og yngri

Sunnudaginn 17. apríl næstkomandi verður er áætlað að halda sundknattleiksmót fyrir krakka 14 ára og yngri. Tilkynnt var um mótið í gær á vef Sundfélags Hafnarfjarðar (link).

Sundfélag Hafnarfjarðar ásamt Sunddeild Ármanns og SSÍ koma að skipulagningu mótsins en markmið þess er að kynna sundknattleik fyrir ungu sundfólki, þjálfururm og félögum. Efla vitund með jafnri þáttöku beggja kynja í blönduðum liðum og veita öllum tækifæri til að taka þátt.

Leyfa krökkum að skemmta sér í sundíþrótt og efla liðsheild!

Ekki er komið á hreint hversu mörg lið verða skráð til leiks en búist er við 6-12 liðum til leiks samkvæmt heimildum.

Leikir helgarinnar komnir inn á Youtube

Leikir helgarinnar sem sýndir voru í beinni útsendingu á SportTV.is eru komnir inn á Youtube rás síðunnar.

Ægir krýndir Íslandsmeistarar

wpid-2014-05-18-18.57.14.jpg.jpeg

Ægir tryggði sér í gær íslandsmeistaratitilinn í sundknattleik með sigri í öðrum leik liðsins gegn SH. Eftir þriðja leik liðanna í dag var verðlaunaafhending og þjálfari liðsins tók við bikarnum.  Leikmennirnir mega vera stoltir með árangurinn.  Liðið hefur sýnt flotta takta í vetur og að ljúka tímabilið með þessum sigri var kærkomið enda liðið þurft að sjá á eftir titlinum til SH undanfarin 3 ár.  Til hamingju Ægir!

Ægir landar sigri í fyrsta leiknum

Fyrsti leikur úrslitakeppninnar fór fram í kvöld í Laugardalslauginni og voru leikmenn beggja liða frekar af-slappaðir fyrir leik. Leikmenn fengu tal frá bresku dómurunum fyrir leik og fóru þeir yfir nokkur atriði varðandi reglur og lögðu leikmenn vel við hlustir.

Leikurinn fór af stað með látum þar sem liðin skiptust á að sækja en ekkert mark var þó skorað í fyrsta leikhluta. Ægir braut ísinn með tveimur mörkum í öðrum leikhluta og var þar á ferð spilandi þjálfari liðsins, Glenn Moyle (5). Mladen Tepavcevic (4) hjá SH skorraði fyrra mark sitt í leiknum um miðbik leikhlutans.
Fleiri urðu mörkin ekki þegar flautað var til hálfleiks.

Það má segja að Ægir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhlutanum en sterk spilamennska hjá Gabriel Pic (10) skilaði honum tveimur mörkum fyrir Ægi og fóru þeir inn í fjórða leikhlutann með þriggja marka forskot, staðan þá 1-4 Ægi í vil.

SH sótti hart í fjórða leikhluta og en Ægir komst fljótlega fjórum mörkum yfir með marki frá Luis Bravo (12). Mark frá Mladen (4) stuttu seinna hélt SH inni í leiknum, Skrautlegur kafli í vörn Ægis þar sem þeir misstu tvo leikmenn útaf með mjög stuttu millibili hefði getað komið SH í betri stöðu markalega séð en þeir nýttu sér ekki að vera tveimur mönnum fleiri og náðu ekki að skora. Þeir stóðu sig þó vel í vörninni og stóð þar upp úr markvarslan hjá Njáli Þrastarsyni (1) sem átti stórleik. Með herkjum náði svo Björgvin Björgvinsson (2) að pota boltanum inn í markið hjá Ægi. Þrjár og hálf mínúta til leiksloka og leikurinn galopinn. Þriðja mark Gabriel Pic (10) gerði þó nánast útum leikinn og lauk honum með þriggja marka sigri Ægis.
Lokastaðan SH 3 – 6 Ægir

Markahæsti maður leiksins: Gabriel Pic (10) Ægir

Leikmannalistar liðanna

Leikmannalistar liðanna fyrir mótið um helgina eru komnir inn á vefinn.

SH – http://wp.me/P3mn6D-7G
Ægir – http://wp.me/P3mn6D-9l

 

Load more