Open Nordis Championship for Club Teams 19-21. Október 2012

Sunknattleiksliðunum SH og Ægi hefur nú formlega verið boðin þátttaka á opna Norðurlandameistaramóti félagsliða í Sundknattleik sem fram fer í Stokkhólmi dagana 19.-21. Október.

Mótið verður haldið í hinni stórglæsilegu sundíþróttahöll Eriksdalsbadet sem hýsir ár-lega FINA World Cup og dýfingarmót svo dæmi séu tekin.

Nú er bara að sjá hvort liðin taki sig til og sendi sameignlegt lið til leiks eða nái að styrkja sig nóg til að senda bæði liðin til leiks.

Það verður spennandi að sjá í haust hvernig liðunum gengur en á þessu móti verður væntlega hægt að sjá í fyrsta skiptið hvernig sundknattleikur á Íslandi stendur gagnvart nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Sundknattleikur.is mun fylgjast með gangi mála og flytja ykkur fréttir tengdum mótinu og aðdraganda þess.

Leave a Reply

Your email address will not be published.