Efstu liðunum boðið að keppa um titil á sama tíma og Íslandsmeistaramót fullorðinna

Tveimur efstu liðunum í hvorum aldurshópi hefur verið boðið að leika um titil dagana 14. og 15. maí næstkomandi. Þá munu SH og Ármann einmitt keppa um Íslandsmeistaratitilinn í flokki fullorðinna.

Þrír leikir verða spilaðir, föstudag, laugardag og sunnudag 13.-15. maí og krakkarnir munu þá spila sína leiki, á undan leikjum SH og Ármanns, laugardag og sunnudag.

Fylgist með nánari fréttum þegar nær dregur.