Fyrsta sundknattleiksmóti 14 ára og yngri lauk með glæsibrag laust upp úr hádegi.
10 lið voru skráð til þáttöku, 6 lið í 12 ára og yngri og 4 lið í 14 ára og yngri.
Fyrir mótið fengu liðin upprifjun á reglunum hjá dómurum mótsins og tóku allir vel undir enda kom kom á daginn að dómarar þurftu að hafa lítið fyrir sinni vinnu. Allir spiluðu af glæsibrag og prúðmannlega.
Íþróttafélögin Ármann, Fjölnir, ÍA, KR, SH og Ægir voru með lið á mótinu.
12 ára og yngri Fjölnir ÍA KR SH1 SH2 Ægir |
14 ára og yngri Ármann SH1 SH2 Ægir |
Úrslit: 12 ára og yngri
KR | 9 stig | 3-0-0 |
SH1 | 8 stig | 2-1-0 |
SH2 | 7 stig | 2-0-1 |
Ægir | 6 stig | 1-1-1 |
Fjölnir | 3 stig | 0-0-1 |
ÍA | 3 stig | 0-0-1 |
Úrslit: 14 ára og yngri
SH1 | 9 stig | 3-0-0 |
SH2 | 6 stig | 1-1-1 |
Ármann | 5 stig | 1-0-2 |
Ægir | 4 stig | 0-1-2 |
Eftir mótið var það mál manna að það hafi tekist eintaklega vel, bæði krakkarnir, þjálfarar og foreldrar skemmtu sér mjög vel. Heyrðist í einu liði að strax er farið að plana fyrir næsta mót að ári.
(Fréttin verður uppfærð með nýjum myndum seinna í dag)