Sundknattleiksmót fyrir 14 ára og yngri

Sunnudaginn 17. apríl næstkomandi verður er áætlað að halda sundknattleiksmót fyrir krakka 14 ára og yngri. Tilkynnt var um mótið í gær á vef Sundfélags Hafnarfjarðar (link).

Sundfélag Hafnarfjarðar ásamt Sunddeild Ármanns og SSÍ koma að skipulagningu mótsins en markmið þess er að kynna sundknattleik fyrir ungu sundfólki, þjálfururm og félögum. Efla vitund með jafnri þáttöku beggja kynja í blönduðum liðum og veita öllum tækifæri til að taka þátt.

Leyfa krökkum að skemmta sér í sundíþrótt og efla liðsheild!

Ekki er komið á hreint hversu mörg lið verða skráð til leiks en búist er við 6-12 liðum til leiks samkvæmt heimildum.