Úrslitakeppni nú um helgina 16.-18. maí

Á föstudag hefst úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn milli liðanna tveggja.

3 leikir á dagskrá og dugir sigur í tveimur til að tryggja titilinn. Í þetta skiptið fara allir leikirnir fram í Laugardalslauginni og til að tryggja hágæðaleik þá munu heimsklassa dómarar sjá um dómgæsluna.

Auk þess að dæma leikina þá munu þeir bjóða upp á umræðutíma eftir seinni tvo leikina til að gefa leikmönnum, þjálfurum og öðrum áhugasömum, tækifæri á að rýna í leikina & dómgæsluna og læra hvernig hlutirnir eru á hæsta stigi íþróttarinnar.

Fylgist með nánari fréttum og dagskrá helgarinnar hér á heimasíðu okkar og inn á facebook síðunni okkar