Bikarkvöldið nálgast!

Til að brjóta upp tímabilið hefur verið settur á dagskrá bikarleikur milli liðanna tveggja. Sigurvegari leiksins verður krýndur bikarmeistari ársins 2013-2014 en þetta verður í fyrsta skiptið sem keppt er um slíkan titil síðan íþróttin hóf endurreisn sína fyrir 8 árum síðan.

Næstkomandi mánudagskvöld mætast liðin, SH & Ægir, í fyrsta skiptið í hreinum úrslitaleik um bikarmeistaratitilinn í sundknattleik.

Leikurinn fer fram í Laugardalslauginni og hefst kl 21:00.

Fylgist með hér á sundknattleikur.is og inn á facebook síðu okkar þar sem við munum pósta leikmannalistum fyrir leik og svo auðvitað verður umfjöllum um leikinn og myndir af hasarnum.