Ægir mætti í Ásvallalaugina í byrjun vikunnar þar sem SH tóku á móti þeim í öðrum leik tímabilsins.
Óhætt er að segja að þeir hafi mætt með sjálfstraustið í botni eftir að hafa sigrað fyrsta leikinn fyrir þremur vikum með 9 mörkum gegn 4. Ægir, sem hefur styrkt liðið undanfarið með nýjum leikmönnum voru mun skipulagðari í upphafi leiks og léku vörn SH grimmt á köflum. Komust þeir í 1-7 áður en flautað var til hlés í hálfleik. SH sýndi nokkuð betri spilamennsku í seinni tveimur leikhlutunum og réttu stöðuna aðeins en lokatölur leiksins voru 4-9 Ægi í vil.
SH vantaði tvo fastamenn í liðið og er greinilegt að þeir finna fyrir því hafa mun minni breidd í leikmannahópnum en Ægir.
Næsti leikur liðanna er eftir tvær vikur í Laugardalslaug.
2013-14 Leikur 2
[standings league_id=2 template=extend logo=false]