Úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn eftir tæpa viku

Næstkomandi mánudag hefst úrslitarimma liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. Seinustu 2 árin hafa SH-ingar varið titilinn frækilega en nú er staðan svo að aldrei áður hafa liðin verið eins jöfn að vígi og leikir ársins sýndu okkur. Það er því engan veginn hægt að segja með vissu hvar bikarinn endar og spennandi leikir framundan.

Leiknir verða þrír leikir og var kastað upp á heimaleikjaréttinn. SH vann það hlutkesti og verður fyrsti leikur í Laugardalslaug á mánudaginn þann 3. júní. Næstu tveir leikir þar á eftir verða miðvikudaginn 5. júní og föstudaginn 7. júní.

imsk2013_logo_date-2