SH vann

G6_130408_27Sundfélag Hafnarfjarðar fór með sigur af hólmi í þriðja leiknum í röð þegar það fékk Ægi í heimsókn í Ásvallalaug á mánudag (08.04).

Mikil harka var í leiknum sem stóð í járnum í fyrstu tveimur leikhlutum en SH leiddi í hálfleik með 4 mörkum gegn 2.

Í 3. og 4. leikhluta virtist hins vegar ekkert ganga upp hjá Ægi sem átti nokkrar slæmar sendingar sem enduðu í höndunum á leikmönnum SH og svöruðu þeir með hraðasóknum og mörkum.

Brottvísanir voru tíðar hjá báðum liðum en þó nokkru fleiri hjá Ægi. Að lokum fór svo að SH raðaði inn mörkum í seinni hálfleik og endaði leikurinn 12-4 SH í vil.

 

Myndir af leiknum

[nggallery id=2]