Gírað upp í næsta leik

SH á æfinguNú styttist í næsta leik liðanna og fer hann fram að þessu sinni á heimavelli SH í Ásvallalaug. Lokanir lauganna yfir páskana hefur skert æfingatímann hjá liðunum þannig að spurning hvort þau verði jafn spræk og áður.

Að þessu sinni ætlar Sundknattleikur.is að vera á staðnum og taka myndir af leiknum sem koma svo hér á vefinn að leik loknum ásamt lýsingu á leiknum.

Leikurinn hefst upp úr kl 20 í Ásvallalaug og er frítt inn fyrir áhorfendur líkt og áður.

 

Til að hita upp þá skellum við hér inn leik frá í fyrra sem er að finna á Youtube rásinni okkar

Leave a Reply

Your email address will not be published.