SH vann

Laugin preppuð fyrir leik

Laugin preppuð fyrir leik

Sundknattleikslið SH sótti lið Ægis heim á mánudagskvöld þar sem þau áttust við í 5. sinn á þessu ári. Eftir að hafa komið miklu sprækari úr jólafríinu og gjörsigrað Ægi í fyrsta leik ársins í janúar, hafa piltarnir í SH þurft að upplifa fyrsta jafnteflið á þessari leiktíð og einnig sinn fyrsta tapleik í um 2 ár.

Breyttar áherslur og einbeittur varnarleikur í sein ustu tveimur leikjum skilaði liðinu þó sigrum á ný en nú á mánudag endaði leikurinn með eins marks sigri, 9-8. Þó SH hafi skorað fyrstu 2 mörkin í leiknum og leitt til leiksloka var leikurinn jafn og spennandi allan tímann og þurfti SH að hafa fyrir sigrinum.

Næsti leikur liðanna verður í Ásvallalaug þann 8. apríl kl 19.

Leave a Reply

Your email address will not be published.