ÍMSK 2012 – 16.12.2012

Þann 16. desember næstkomandi ætlar Sundfélag Hafnarfjarðar að halda íslandsmeistaramót í sundknattleik. Lið SH og Ægis munu þar mætast í úrslitaleik um titilinn. Það sem gerir þetta mót mögulega skemmtilegra er sú staðreynd að hver sem er getur sent inn lið inn á mótið.

Skilyrðin sem þau að í hverju liði þurfa að vera lágmark 7 leikmenn (hámark 13) og þurfa áhugasamir að senda inn skráningarblað fyrir 9. desember kl 23.

Keppt verður á 25m x 20m velli en leiktími mun svolítið ráðast af því hversu mörg lið skrái sig til leiks.

Mladen Tepavcevic, þjálfari og leikmaður SH tekur við skráningum á netfangið [email protected]

Einnig er hægt að senda honum fyrirspurnir um allt sem tengist mótinu, æfingum og öðru tengt sundknattleik.

Leave a Reply

Your email address will not be published.