Ármenningar hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn – Þriðji leikur liðanna kl 12 í dag

Þriðji leikur liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn verður háður með lausu sniði kl 12 í dag þar sem Ármenningar hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fyrstu tveimur leikjunum.

Á föstudag unnu Ármenningar góðan sigur á SH með 6 marka mun en lengi vel var ekki að sjá að munurinn myndi vera svo mikill. SH-ingar sem hafa misst lykilleikmenn úr liðinu vegna meiðsla, sýndu á köflum agaðan leik og spiluðu sterka vörn. Það vantaði þó að þeir spiluðu beittari sóknarleik.
Með sterkari varamannabekk gátu Ármenningar spilað á hraðanum og komu þó nokkur mörk þeirra úr slíkum sóknum. Lokatölur SH 9, Ármann 14.

Í gær var seinni leikur liðanna spilaður. Aftur dundi ógæfan yfir SH sem missti tvo leikmenn til viðbótar úr liðinu sökum veikinda og meiðsla. Ármenningar keyrðu leikinn strax í gang og skoruðu 5 mörk á móti 1 marki SH í fyrsta leikhluta. SH byraði að klóra í bakkann í öðrum leikhluta og þétti vörnina og kom 2 mörkum inn en Ármann hélt uppteknum hætti og bætti 4 mörkum við. Vörn SH kom í veg fyrir að munurinn yrði meiri í hálfleik.
Þriðji leikhluti var mjög jafn og sýndi SH einstaklega sterkan varnarleik ásamt beittum sóknum. Þrátt fyrir að hafa færri varamenn til innáskiptinga þá hrelldu þeir Ármenninga mikið er þeir voru í sókn og röðuðu inn mörkum. Að lokum þá unnu SH-ingar þriðja leikhluta með 5 mörkum gegn 4 hjá Ármann.
Í fjórða leikhluta var vindurinn úr leikmönnum SH og Ármann hélt áfram að skora. Lokatölur Ármann 16, SH 8.

Fyrsti leikurinn kl 20:30 í kvöld

Fyrsti leikur Ármanns og SH í einvígi liðanna fer fram í Laugardalslauginni kl 20:30 í kvöld

Minnum á að það er ekkert aðgangsgjald fyrir áhorfendur

Íslandsmeistaramót í sundknattleik

Íslandsmeistaramótið í sundknattleik verður haldið 13.-15. maí næstkomandi.

Ármann og Sundfélag Hafnarfjarðar munu kljást í þriggja leikja einvígi um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikjadagskráin:

Föstudagurinn     13. maí   kl 20:30
Laugardagurinn  14. maí   kl 17:15
Sunnudagurinn   15. maí   kl 12:00

 

Laugardagurinn 14. maí
Úrslitaleikir í 14 ára og yngri verða haldnir á laugardeginum á undan leik Ármanns og SH

12 ára og yngri    kl 17:15
14 ára og yngri    kl 17:45
Ármann – SH        kl 18:30

 

13087808_10154162767698252_3274754500521934375_n

Efstu liðunum boðið að keppa um titil á sama tíma og Íslandsmeistaramót fullorðinna

Tveimur efstu liðunum í hvorum aldurshópi hefur verið boðið að leika um titil dagana 14. og 15. maí næstkomandi. Þá munu SH og Ármann einmitt keppa um Íslandsmeistaratitilinn í flokki fullorðinna.

Þrír leikir verða spilaðir, föstudag, laugardag og sunnudag 13.-15. maí og krakkarnir munu þá spila sína leiki, á undan leikjum SH og Ármanns, laugardag og sunnudag.

Fylgist með nánari fréttum þegar nær dregur.

Sundknattleiksmóti 14 ára og yngri lauk með glæsibrag

Fyrsta sundknattleiksmóti 14 ára og yngri lauk með glæsibrag laust upp úr hádegi.
10 lið voru skráð til þáttöku, 6 lið í 12 ára og yngri og 4 lið í 14 ára og yngri.

Fyrir mótið fengu liðin upprifjun á reglunum hjá dómurum mótsins og tóku allir vel undir enda kom kom á daginn að dómarar þurftu að hafa lítið fyrir sinni vinnu. Allir spiluðu af glæsibrag og prúðmannlega.

Íþróttafélögin Ármann, Fjölnir, ÍA, KR, SH og Ægir voru með lið á mótinu.

12 ára og yngri
Fjölnir
ÍA
KR
SH1
SH2
Ægir
14 ára og yngri
Ármann
SH1
SH2
Ægir 

Úrslit: 12 ára og yngri

KR 9 stig 3-0-0
SH1 8 stig 2-1-0
SH2 7 stig 2-0-1
Ægir 6 stig 1-1-1
Fjölnir 3 stig 0-0-1
ÍA 3 stig 0-0-1

Úrslit: 14 ára og yngri

SH1 9 stig 3-0-0
SH2 6 stig 1-1-1
Ármann 5 stig 1-0-2
Ægir 4 stig 0-1-2

Eftir mótið var það mál manna að það hafi tekist eintaklega vel, bæði krakkarnir, þjálfarar og foreldrar skemmtu sér mjög vel. Heyrðist í einu liði að strax er farið að plana fyrir næsta mót að ári.

(Fréttin verður uppfærð með nýjum myndum seinna í dag)

WP_20160417_08_53_06_Rich__highres.shortexp[1]

 

 

 

Load more